top of page

Klapparstígur

 

Klapparstígur 14

Íbúðarhús

Hannað og byggt 2005- 2006

Í húsinu eru 8 íbúðir. Ein íbúð á 1 hæð, tvær á 2., 3. og 4. hæð. Á 5. hæð er  "Penthouse" íbúð. Það er kjallari  undir húsinu.

Það var ekki auðvelt að koma þessum 8 íbúðum fyrir því lóðin er aðiens 164 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall í húsinu er 5.4.

Bogaveggurinn skapaðist sem lausn til að koma fyrir tveimur íbúðum á  2.- 4. hæð.

Hvernig maður upplifir bogavegginn í bæjarmyndinni fer eftir því hvar maður er staddur þegar horft er á hann.

Rosalegur þegar gengið er að honum upp Klapparstíginn.

Flottur þegar horft er til vesturs á Lindargötu.

Fínn af svölunum hjá Völu Matt á Klapparstíg.

Innan frá og horft að Esjunni er hann æðislegur.

 

Húsið er staðsteypt. Klætt með Mustang náttúruflísum og gleri. Fimmta hæðin sem er að hluta til með hallandi þaki, er klædd með Zinki.

 

 

bottom of page