top of page

Völundarlóð

"Hvítu húsin" á Völundarlóð

Húsin standa við Klapparstíg og Skúlagötu

Íbúðarhús með þjónustustarfsemi á 1. hæð að Skúlagötu

Hönnun og byggingartími 

Byggingartíminn var mjög langur. Samkeppnin var 1986. Þessi framkvæmd fór meðal annars þrisvar á hausinn. Byrjað var á seinasta húsinu 1995.  

Verkefnið  var innboðin samkeppni sem byggingarfyrtækið Steintak ehf stóð fyrir. Unnið í samvinnu við Dagnýju Helgdóttir arkitekt.

Steintak hafði keypt svokallaða Völundarlóð sem lóð á horni Skúlagötu og Klapparstígs, þar sem trésmiðjan Völundur var til húsa.

Frá Klapparstíg að Snorrabreut hafði verið samþykkt nýtt deiliskipulag. 

Í deiliskipulaginu var gert ráð fyrir nýrri íbúðarbyggð með allt að 11 hæða húsum.

Deiliskipulgagstillagan var nokkuð sérstæð. Hún byggði öll á 11x11 m íbúðarflötum með 2 m millibili. Þessir  fernigar voru allir misháir með einhalla þaki.

Þetta deiliskipulag og form sem byggðinni var ætlað var mjög umdeilt. Mishæð húsana átti meða annars að opna fyrir útsýni eldri byggðar til sjávar.  

Í evrópu hefði byggð á svona stað verið jöfn 5-6 hæða byggð.

Þetta fyrirfram ákveðna form 11x11 m með 2 m á milli  reyndist illnýtanlegt. Stigahús komst ekki fyrir á 2m. Málin voru því breytt. Við breyttum þakhalla úr einhalla í tvíhalla þak. Vorum víst kærð fyrir það.

Datt í hug að gera svokallaða "Útskotsglugga"Gluggarnir stingast úr húsinu, þannig að þaðan útsýni í þrjár áttir í stað einnar.

Það eru 101 íbúð í húsinu hver íbúð með bílastæð í bílakjallra. Bilin milli húsana eru björt og görðum vel viðhaldið. Þessi hús hafa elst vel .

 

bottom of page