top of page

Keiluhöllin

 

Keiluhöllin og 

Vetingarstaðurinn Rúbín

Öskjuhlíð

1997 - 2014

Upprunnarlega húsið er hannað af Rúnari  Gunnarssyni arkitekt árið 1983.

Húsið er staðsett í einni af mörgum gryfjum sem enski herinn gerði í Öskjuhlíðinni. Gryfjurnar voru gerðar þegar herinn byggði flugvöllinn í seinni heimstyrjöldinni. Þessar gryfjur voru flestar gerðar til varnar olíutönkum hersins.

 

Keiluhöllin átti upphafliega að vera tveggja hæða bygging. Þar var gert ráð fyrir keiluhöll og veitingarstað á neðri hæð hússins og á þeirri efri átti að vera Skvash vellir sem höfðu mikla lofthæð.  En ekki varð úr því þar sem Reykjavíkurborg keypti byggingarrétt efri hæðarinnar af þáverandi eigendum. Ástæðan var að Borgin vildi ekki að í Öskjuhlíðinni stæði bygging sem skyggði á Perluna sem þá var í byggingu. 

Við komum að verkinu 1997 og þá var húsið hálf klárað.
Framhlið, inngangurinn og veitingasalur er því  hannaður af okkur.

Inngangurinn er hannaður sem 4 sjálfstætt standandi veggskífum tengdar saman með glerveggjum.  Glerveggir eru bæði hallandi og póstar skakkir innbyrðis. 

Skífurnar eru klæddar Sedrusvið og íslensku grágrýti, Í veitingarstaðnum er bogalaga, hallandi gerveggur sem gengur fast upp að klettarveggjum gryfjunnar. Dökkgrár klettaveggurinn verður því  dramatískur hluti af salnum. Öll þessi skekkja veggja og glers er hugsuð sem leikur á móti  klettaveggjunum með sínar lagskiptingar og sprungur.

Veitingastaðurinn Rúbín 2004-2007.

Staðurinn er byggður í gryfju sunnan við Keiluhöllina.

Þetta átti í sínum einfaldleika að vera  þak ofan á gryfjuna með milligólfi.

Hér fór allt úrskeiðis. Þak varð allt of hátt og milligólfið fór allt of nærri klettaveggjum.  Þannig að gatið milli hæða varð að engu og dramatíkin í öllu samspilinu við náttúruna hrundi.

Hér sleit ég samstarfi við eigendur. Vegna ábyrgðar sem hönnuður var ég kallaður á teppið hjá byggingarfulltrúa sem vildi láta rífa framkvæmdina. Bygginginn hafði farið langt umfram samþykkta m2 og hæð.

Sátt náðist um að byggingin fengi að standa. Vélsmiðja Óðins smíðaði flottann bogadreginn stiga sem við hönnuðum. Stiginn er úr ryðguðu stáli með glerþrepum. Eina lýsingin sem mér datt í hug í þessu rými voru risa "Ljósakrónur".

Synd hvað þetta klúðraðist.  

 

bottom of page