top of page

Borgatun 35

Borgartún 35, Hús atvinnulífsins

Hannað og byggt 1999-2001

​Tilgangur með byggingu hússins var að sameina öll helstu samtök atvinnulífsins í eina byggingu. Þesi samtök eru sífellt að funda saman. Því var mikill ávinningur að þau væru í sama húsi.

Húsiið er sex hæðir, sjötta hæðin er inndregin. Undir öllu húsinu og huta lóðar er bifreiðakjallari með 54 stæðum.

Húsið er staðsteypt súlu/plötu hús. Vesturhlið, bogahliðin er klædd með gleri. Austurhliðin er lokaðri vegna veðurálgs. Hliðin er klædd með Mustang náttúru steinflísum, sama gildir um suður- og vesturhlið.

Aðeins er um eina flísastærð að ræða á þessum þremur veggjum.

 Þetta segir svolítið til um einhverja "bilun" hönnuðar, sem á það til að grípa í sig  svona vitleysu sem engin sér né veit um nema hann sjálfur. Því upplýsis þetta hér með. 

Innrétting á hæðum er þannig uppbyggð að milli skrifstofurýma eru gipsveggir. Að gangi eru glerveggir úr hertu gleri og hurðir rennihurðir einnig úr hertu gleri. Þyngd glersins er það mikil að hljóðeinangrun milli gangs og skristofurýma er góð. 

Gólf eru gegnheil eik og loft systemloft. Glerveggir ná þó alveg upp að loftaskilum.

Á sjöttu hæð var upprunalega hannað mat - og fundarsalir. Ástæðan er að þegar þessi bygging og Borgartún 37 (Nýherji) voru byggðar var Borgartúnið steindautt og því nauðsynlegt að hafa matsal fyrir starfsfólk.. Það vara kappsmál að hafa sem beztan kokk til þess að draga til sín starfsfólk.

Þar sem þessi tvö hús voru byggð var bifreiðastöðinn  Þróttur til húsa.

 

bottom of page