Bekkurinn
Smíðaður 2018 - 2019
Hugmyndin að hönnun bekksins er að burðargrindin er úr tveimur formum, boga og þríhyrningi. Saman mynda þau ásamt baki bekksins einfaldan skúlptúr.
Hliðar bekksins eru bogar sem eru smíðaðir úr tveimur 50 x 5 mm flatstálum með 15 mm millibili. Við bogana festist þríhyrningsformuð grind einnig úr 50 x 5 mm flatstáli. Grindin er einföld nema láretti hluti hennar er tvöfaldur þar sem setan festist við.
Setan er gerð úr tveimur formbeigðum 4 mm stálpötum.
Bakið er smíðað úr röri sem er 115 mm í þvermál.
Til að gera samsetningu bekksins sem næst því að vera ósýnilega þá eru allir hlutar punktsoðinir með 15 mm teinum inn í bogadregnu hliðarnar.
Bekkurinn er Polýhúðaður í dökkgráum lit með hamraðri áferð.
Á setu og bak er límdur 2 mm sléttur, svartur gúmmídúkur.



