top of page

Litlabæjarvör 4

Einbýlishús á Álftanesi

Hönnun og byggingartími 1983-1986.

Húsið er staðsteypt með sýnilegri sjónsteypu. Þannig gerð að 1"X 6"  borð eru grófhefluð á þeirri hlið sem snýr að mótauppsslætti enn óheflaða hliðin snýr inn  og mynda borðin þannig breytilegt munstur í steypuna.

Meginhugmyndin er að svokölluð "vinnurými" inngangur, eldhús, búr, bað og bifreiðageymsla snúa að götu. Íverurými stofa, borðtofa og svefnherbergi snúa að garði.

Deiliskipulag á lóðinni var mjög stíft, sem dæmi skildu þök vera með 15° þakhalla í báðar áttir. 

Fékk leyfi til að reisa vegg er klauf húsið í tvennt og setja þakglugga eftir endilöngu húsinu til þess að fá dagsbirtu inn í  mitt húsið. Veggurinn sem stendur upp úr húsinu átti að vera 30 sm hærri enn hann er. Því var synjað á þeim  forsemdum að þáverandi Sýslumaður var að byggja húsið við hliðina og það væri ekki sæmandi að húsið væri hærra en hans.

Auk glergangsins er gler yfir inngangi, eldhúsi og baði. Sólarljós hefur því mikil áhrif á innra rýmið og er oft mjög magnað, sem og tunglslósið.

Var að vinna hjá Mannfreð Vilhjálmsyni þegar ég byrjaði að hanna. húsið. Góð ábending frá honum var að hafa húsið ekki oft stórt og hugsa til þess þegar við yrðum eldri .

Íbúðarhluti er 155 m2 og bifreiðageymsla 30 m2.

Innveggir eru hvítir og gólf er með grófpússuðum Carraramarmara . 

 

bottom of page