top of page

Top Shop / Hard Rock

TopShop

Lækjargata 2A 

Fataverslun 

Hönnunar- og byggingartími 1998-2000.

Á þessari lóð stóð áður kvikmyndahúsið Nýja Bíó byggt frá 1919 til 1987.

Húsið gjöreyðilagðist svo í bruna 1998 og er núverandi hús byggt upp frá grunni.

 

Það getur verið vandasamt að byggja svona nálægt sjávarmáli. Húsið er staðsteypt og þegar steypa átti kjallarann þurfti að bíða þar til sjávarstaða væri rétt svo hæðarkóti kjallaragólfs væri réttur. Það mátti sjá mótin hækka í flóði.

 

Verslunin TopShop var fyrsta verslunin sem rekin var í húsinu. Ástæðan fyrir hinum 6 metra háa glugga var krafa eigenda TopShop. Glugginn er úr einföldu hertu gleri, sem gerir innsýn inn í húsið mun auðveldari en ef glerið væri tvöfallt. Húsið er klætt með íslensku grágrýti og þakhæðin klædd með Zinki.

Núna rekur Hard Rock Café veitingarstaði og verslun í húsinu.

 

Ágæt ábending frá Steve Christer arkitekt.

Ekki nota Silicon við upphengingu náttúrsteina.

Það mettar æðar steinsins sem koma fram eins og blettir á steininum í rigningu

(Sjá klæðningu á húsi Hæstaréttar)

bottom of page