top of page

Hlið

1.jpg

Gistiheimilið Hlið á Álftanesi.

Hlið er lítið nes á sunnanverðu Álftanesi. Þar hefur byggst upp lítil gistieining með um 25 gistirýmum af nýjum og gömlum húsum, skemmtilegur hrærigrautur þar sem „gamall“ burstabær er fyrir miðju.

 

Við skipulögðum svæðið og teiknuðum eitt húsanna.

Húsið sem við teiknuðum stendur við hlið gamla burstabæjarins og vildum við því hafa það í sama anda.
Gistirými eru 6 talsins. Þrjú til suðurs og þrjú til norðurs.

Hver burst er skipt til helminga. Annar helmingurinn er í anda gömlu burstabæjana, dökk borðaklæðning „en på to“ með litlum glugga. Hinn helmingurinn er gler í hvítum ramma með inngangshurð, klædd með hvítum panel. Þakið er svört borðaklæðning eins og gömlu tjörguðu þökin voru nema þessi klæðning er á lektum. Undir er þak með tvöföldum þakpappa.

 

Hvert gistirými er með stórum þakglugga til vesturs sem gefur  möguleika á að sjá norðurljósin innan frá.  

 

bottom of page